26. júní 2017
Breytingar á lánum Birtu lífeyrissjóðs
self.header_image.title

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka hámarksveðsetningu nýrra lána frá og með næstu mánaðarmótum. Þá lækka einnig breytilegir vextir á sjóðfélagalánum.
Eftirtaldar breytingar taka gildi frá og með 1. júlí 2017:

  • Hámarksveðsetning verður 65%
  • Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum lækka úr 3,34% í 3,15%. 
    Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum taka breytingum á 3 mánaða fresti, þ.e. 1. hvers mánaðar í upphafi hvers ársfjórðungs, og eru 0,70 prósentustigum hærri en meðalávöxtun undangengins almanaksmánaðar á nýjasta flokki íbúðabréfa til 30 ára (HFF150644) skráð í Kauphöll Nasdaq OMX, nema stjórn ákveði annað. 
  • Fastir vextir verða óbreyttir 3,6%. 
    Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um fasta verðtryggða vexti.
  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum lækka úr 5,85% í 5,6%. 
    Vextir á óverðtryggðum lánum verða framvegis endurskoðaðir til breytinga til samræmis við vaxtaákvarðanir Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.