04. janúar 2021
Breytingar á staðgreiðslu um áramót
self.header_image.title

Um áramót voru gerðar breytingar á staðgreiðslu, persónuafslætti og skattþrepum fyrir tekjuárið 2021. Persónuafsláttur verður 609.509 kr. fyrir árið 2021 eða 50.792 krónur á mánuði. Skattleysismörk lífeyristekna breytast úr 155.902 kr. í 161.501 kr.

Eftirfarandi skattþrep og prósentur gilda fyrir árið 2021:

  • Skattþrep 1: 31,45% skattur á heildatekjur 0 – 349.018 kr. á mánuði.
  • Skattþrep 2: 37,95% skattur á heildartekjur frá 349.019 – 979.847 kr. á mánuði.
  • Skattþrep 3: 46,25% skattur á heildartekjur yfir 979.847 kr. á mánuði.

Við útgreiðslu lífeyris er staðgreiðsla skatts dregin frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.

Nánari upplýsingar um er að finna á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is