15. ágúst 2019
Eignir lífeyrissjóða hafa aukist
self.header_image.title

Í viðtalinu kemur fram að lífeyrissjóðir landsmanna eiga nú 4.700 milljarða króna og eignir þeirra hafa vaxið mjög að undanförnu eða um 570 milljarða það sem af er ári. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að fjárhæðirnar séu orðnar háar vegna þess að eignir lífeyrissjóðanna hafi aukist og kerfið eflst. Greiðslur á hvern sjóðsfélaga muni hækka í framtíðinni.

Fjárfestingum sjóðsins dreift vel

Lífeyrissjóðseignum er vel dreift innanlands og erlendis en tæp 30 prósent af eignum lífeyrissjóða eru erlendis og 15 prósent fjárfestinga eru í íslenskum fyrirtækjum. Þórey segir að lífeyrissjóðirnir hafi verið að færa sig aftur út í heim eftir að gjaldeyrishöftunum var aflétt. „Lífeyrissjóðirnir voru í gjaldeyrishöftum og þurftu að fjárfesta innanlands. Núna hafa þeir verið að fara aftur út með sína fjármuni og aukið sjóðfélagalánin,“ segir Þórey. Lífeyrissjóðirnir hafa miklar heimildir til að fjárfesta erlendis og fjárfestingagetan er um 300 milljarðar króna.

Ólafur Sigurðsson

Eignir lífeyrissjóða hafa aukist

Þórey segir að háar fjárhæðir sem tengjast eignum lífeyrissjóðanna megi útskýra með því að eignir sjóðanna hafi aukist og lífeyriskerfið eflst. „Það eru svona stórar fjárhæðir, eignirnar hafa verið að aukast svo gríðarlega mikið. Ef við horfum á 4200 milljarða sem voru síðustu áramót og 570 milljarða hækkun, svona hlutfallsleg hækkun, það hefur eflaust verið hægt að sjá hana áður í svipuðum hlutföllum en þetta eru bara orðnar svo háar fjárhæðir. Lífeyrissjóðskerfið er orðið svo öflugt,“ segir Þórey.

Margir eiga réttindi í mörgum sjóðum

Allir sem hafa verið á vinnumarkaði á Íslandi eiga réttindi í lífeyrissjóðum og margir eiga réttindi í mörgum sjóðum. Núna eru um 45.000 Íslendingar 67 ára og eldri og því hægt að gera ráð fyrir að flestir þeirra, ef ekki allir, séu á lífeyri. Þórey segir í viðtalinu að í framtíðinni muni greiðslur til hvers sjóðsfélaga hækka verulega því réttindin séu að byggjast upp.

Í viðtalinu segir Þórey að eitt helsta áhyggjuefni lífeyrissjóðanna er tekjutenging á milli almannatrygginga og lífeyrissjóðskerfisins. „Það þarf að draga úr tekjutengingum. Fólk sem er á lífeyri núna og á ekki fullmótuð réttindi sér kannski lítinn akk í því að hafa greitt í lífeyrissjóð. Þetta dregur verulega úr tiltrú fólks á kerfinu og þarna þarf að móta framtíðarsýn, hvað á að vera hlutverk lífeyrissjóðakerfisins annars vegar og ríkisins í greiðslum frá Tryggingastofnun.“

Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa verið að vaxa

Ólafur nefnir í viðtalinu að húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa verið að vaxa. „Þetta er vinsæl vara í augnablikinu,“ segir hann. „Húsnæðisfjármagn er rétt ríflega 30 prósent af eignum lífeyrissjóða en var mest 65 prósent þannig það hefur aðeins dregið úr því. Það er ekkert óeðlilegt að húsnæðisfjármagn lendi inni í lífeyrissjóðunum. Við þurfum, og getum, haldið á löngum skuldabréfum í langan tíma og það hentar okkur ágætlega.“ Hann segir það ágætis blöndu við annað að stuðla að uppbyggingu húsnæðis og fá greidda fyrir það vexti.

Hlusta má á viðtalið við Ólaf og Þóreyju í heild sinni hér.