04. maí 2017
Flutningur á innheimtu lána til Íslandsbanka
self.header_image.title

Í kjölfar sameiningar Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins í Birtu lífeyrissjóð hefur verið ákveðið að fela Íslandsbanka innheimtu lána sem áður voru í innheimtu hjá Stöfum lífeyrissjóði. 

Flutningur innheimtunnar mun eiga sér stað á komandi vikum og hafa lántakar sem málið snýr að, fengið send bréf frá sjóðnum til upplýsingar. Af tæknilegum ástæðum verður gert hlé á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á viðkomandi lán, á meðan á flutningi stendur, en ráðstöfun verður aftur virkjuð, svo fljótt sem auðið er að flutningi loknum. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.