Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér úrræði um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán þurfa nú að ákveða hvort þeir vilji halda því áfram eða ekki. Að óbreyttu lýkur þessari ráðstöfun séreignarsparnaðar í júní en nú er unnt að framlengja hana um tvö ár.
Það er gert með því að fara inn á leidretting.is og óska eftir framlengingu fyrir lok júní 2017. Hægt er að endurskoða afstöðu sína hvenær sem er á tímabilinu. Ríkisskattstjóri hvetur þá sem hafa nýtt sér úrræðið til að taka afstöðu og veitir frekari upplýsingar og aðstoð í síma 442-1900 eða í gegnum netfangið adstod@leidretting.is.