- ný og áhugaverð úttekt Talnakönnunar fyrir Birtu lífeyrissjóð
Lífeyriskerfi landsmanna gjörbreytist á næstu 50 árum, lífeyrissjóðir stækka og vægi þeirra þar með. Almannatryggingar minnka að sama skapi og hlutur þeirra í eftirlaunum dregst saman jafnt og þétt.
Þannig dró Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur upp heildarmyndina af þróun mála næstu hálfa öld í fyrirlestri sínum á Grandhóteli í gær, þar sem hann fjallaði um helstu niðurstöður könnunar sem fyrirtæki hans, Talnakönnun, gerði um tryggingavernd sjóðfélaga Birtu lífeyrissjóðs til framtíðar. Þar er horft til nægjanleika lífeyris, áhrifa séreignarsparnaðar, samspil við almannatryggingakerfið og breytingar á grunnforsendum lífeyris.
Benedikt og aðrir sérfræðingar Talnakönnunar hafa unnið að verkefninu frá því fyrir áramót og skilað Birtu lífeyrissjóði umfangsmikilli skýrslu sem stjórn sjóðsins mun fjalla fljótlega um í sínum ranni og birta síðan í framhaldinu.
Nálgun í úttektinni er á ýmsan hátt einstök og Benedikt lét þess getið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að verkefnið hefði verið „óskaplega spennandi og ánægjulegt“. Margt hefði komið sér þar á óvart. Hann kvaðst hafa unnið með tölulegar staðreyndir og gögn en forðast að hafa skoðanir eða draga ályktanir umfram það sem niðurstöðurnar sýndu í sjálfu sér augljóslega fram á. Annarra væri að leggja út af því sem hér væri á borð borið og myndi vonandi kalla á umræður í samfélaginu.
Í úttektinni eru til að mynda miklar og áhugaverðar upplýsingar um lýðfræðilegar breytingar í samfélaginu, tekjur og kaupmátt.
Hrein eign fólks eykst til eftirlaunaaldurs og jafnvel eftir það líka. Fólk sparar alla ævi, líka af eftirlaunum. Skilaboð Benedikts til eftirlaunafólks er að það eigi að gera betur við sjálft sig á efri árum frekar en að halda áfram að spara!
Niðurstöður Benedikts/Talnakönnunar eru í stórum dráttum meðal annars eftirfarandi:
Fundarglærur má finna hér