13. janúar 2021
Góð ávöxtun séreignar
self.header_image.title

Árið 2020 var óvenjulegt sökum heimsfaraldurs Covid 19 en miklar sveiflur voru á mörkuðum, sér í lagi á fyrri helmingi ársins. Viðbrögð stjórnvalda og seðlabanka víða um heim áttu stóran þátt í því að þrátt fyrir afar erfitt efnahagsumhverfi með miklum samdrætti í hagvexti, skiluðu verðbréfamarkaðir góðri ávöxtun yfir árið í heild. Ávöxtun séreignarleiða Birtu lífeyrissjóðs bar þess merki en ávöxtun ársins var eftir atvikum ágæt. Eignasöfn þeirra leiða sem innihéldu hlutabréf skiluðu hárri ávöxtun, en miklar lækkanir á hlutabréfumörkuðum á fyrsta ársfjórðungi gengu hratt tilbaka í kjölfarið og gott betur. Nokkur lækkun á gengi íslensku krónunnar hafði einnig í för með sér að ávöxtun erlendra hlutabréfa í íslenskum krónum var einnig hærri en ella. Innlend skuldabréf hækkuðu einnig nokkuð í verði vegna lækkandi vaxta en skuldabréf séreignaleiðanna eru gerð upp á markaðskröfu.

Raunávöxtun séreignaleiða 2020 var, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, sem hér segir:

  • Blönduð leið 11,2%
  • Skuldabréfaleið 3,4%
  • Tilgreind séreign 8,0%
  • Innlánsleið 0,5%

avöxtun_nytt_2020

Eignasöfn Blönduðu leiðarinnar og Tilgreindrar séreignar innihalda hlutabréf og hækkanir á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum, ásamt veikingu krónunnar, skýra drúgan hluta ágætrar ávöxtunar leiðanna á árinu 2020. Skuldabréfaleiðin naut góðs af lækkandi vöxtum en hækkun langtímavaxta á síðari árshelmingi hafði þó lítillega neikvæð áhrif á ávöxtun leiðarinnar. Samhliða lækkandi vöxtum hafa innlánskjör lækkað, sem kemur niður á ávöxtunarmöguleikum Innlánsleiðarinnar en hún samanstendur af bundnum og óbundnum innlánum lánastofnanna.