Sjá nánar >
03. júlí 2017
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
self.header_image.title

Rafrænna skilríkja er krafist til þess að geta notað Mínar síður Birtu sem opnaðar verða síðar í dag. Þeir sem ekki hafa nú þegar orðið sér úti um rafræn skilríki geta annars vegar fengið sér rafræn skilríki á farsíma eða á korti. 

Hvernig fæ ég rafræn skilríki í farsímann?

1. Athugaðu hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur til rafrænna skilríkja með því að fletta upp símanúmerinu þínu. Ef SIM kortið þitt uppfyllir ekki kröfur rafrænna skilríkja þarftu að hafa samband við þitt símafyrirtæki þar sem þú getur fengið nýtt SIM kort.


2. Ef/ þegar þú ert með hæft SIM kort í símanum þínum getur þú farið á næstu skráningarstöð og hefur með þér löggild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini og lætur skráningarfulltrúa virkja skilríkin


Hvernig fæ ég rafræn skilríki á korti?


Hvar fæ ég frekari upplýsingar um rafræn skilríki?