Sjá nánar >
11. mars 2021
Kjörfundur 2021 – Til fulltrúa launamanna
self.header_image.title

Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn þriðjudaginn 11. maí nk. kl. 17:00 á Grand hóteli, Reykjavík.

Vakin er athygli á því að Birta lífeyrissjóður mun fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda varðandi sóttvarnir á fundinum. Komi til hertari sóttvarnaraðgerða kann að koma til þess að fundurinn og stjórnarkjörið fari fram að hluta eða öllu leyti með rafrænum hætti.

Ársfundur verður haldinn mánudaginn 19. maí kl. 17:00. Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins.