09. nóvember 2023
Kynningarfundur 28. nóvember
self.header_image.title

Ertu að huga að þínum starfslokum?

Komdu í heimsókn til okkar.

Birta býður sjóðfélögum á kynningarfund þriðjudaginn 28. nóvember kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn hjá Birtu að Sundagörðum 2, 7. hæð.

Fyrir hverja er fundurinn?

Fundurinn hentar þeim sjóðfélögum sem vilja bæta þekkingu sína hvað varðar réttindi og starfslok. Fundinum er ætlað að veita svör við helstu spurningum sem samkvæmt reynslu okkar vakna í tengslum við þessi tímamót.

Á fundinum verður meðal annars fjallað um:

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja um lífeyri?
  • Hvernig er hægt að deila lífeyri með maka sínum?
  • Hvenær hentar að taka út séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?
  • Hvaða skatta þarf að greiða?
  • Hvað er gott að vita varðandi greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Hvar er best að finna upplýsingar um réttindi í sjóðnum?