05. mars 2019
Leiðbeiningar um færslu lífeyrissjóðslána á skattframtali
self.header_image.title

Vegna fyrirspurna um hvernig færa skuli lífeyrissjóðslán Birtu lífeyrissjóðs inn á skattframtalið viljum við benda á að upplýsingar um lán frá lífeyrissjóðum þarf alla jafna að sækja á sundurliðunarblað.

Þar þarf að merkja við hvers eðlis lánið er, þ.e. hvort það sé vegna íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar íbúðalána en þá ber að skrá lánið í reit 5.2. eða vegna annarrar fjármögnunar og þá ber að skrá lánið í reit 5.5 á skattframtali. Þá er einnig hægt að skipta lánsfjárhæðinni upp eftir hlutföllum á milli 5.2. og 5.5 ef við á.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ríkisskattstjóra