Sjá nánar >
17. október 2017
Nýir forstöðumenn sviða hjá Birtu lífeyrissjóði
self.header_image.title

Hanna Þórunn SkúladóttirHanna Þórunn Skúladóttir, nýr forstöðumaður skrifstofu- og rekstrarsviðs, er viðskiptafræðingur MBA frá Háskóla Íslands 2006 og nam þar áður mannauðsstjórnun og viðskipta- og rekstrarfræði við EHÍ. Hún var mannauðsstjóri Kvosar hf./Prentsmiðjunnar Odda 2007-2014, fjármálastjóri Formaco ehf., ráðgjafi hjá Alta ehf., skrifstofu- og mannauðsstjóri Netverks og fjárreiðustjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Hún var varastjórnarmaður Birtu lífeyrissjóðs og áður stjórnarmaður í Sameinaða lífeyrissjóðnum og Prenttæknistofnun. 


Sigþrúður JónasdóttirSigþrúður Jónasdóttir, nýr forstöðumaður lífeyrissviðs, er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst 1991. Hún hefur starfað hjá Birtu lífeyrissjóði frá stofnun sjóðsins  í desember 2016 og var áður  hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum frá 1996. Hún starfaði þar áður meðal annars við bókhald, fjárhags- og launabókhald og fleira hjá Jöklum hf., Bar hf., Borgarkjallaranum hf. og Hóteli Bifröst.


Soffía GunnarsdóttirSoffía Gunnarsdóttir, nýr forstöðumaður eignastýringarsviðs, er með BA próf í hagfræði og BSc próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2000 og próf í verðbréfaviðskiptum frá EHÍ. Hún lauk MBA prófi í Háskólanum í Edinborg 2005 og MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2012. Soffía starfaði hjá Glitni, Íslandsbanka og VÍB á árunum 1999 til 2008, réði sig til starfa í eignastýringu Stafa lífeyrissjóðs 2012 og hefur sinnt eignastýringu Birtu lífeyrissjóðs frá því sjóðurinn varð til við sameiningu Stafa og Sameinaða lífeyrissjóðsins 2016.