04. maí 2023
Niðurstaða ársfundar 2023
self.header_image.title

Ársfundur Birtu fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í gær og sátu fundinn um sextíu manns. Fundinum var einnig streymt á heimasíðu Birtu og fylgdust margir með þar.

Hrönn Jónsdóttir stjórnarformaður hóf fundinn og fór yfir starfsárið 2022. Hún ræddi um að þrátt fyrir að árið 2022 hafði verið erfitt ár vegna erfiðrar stöðu á eignamörkuðum og verðbólguskots, þá sé stjórn sjóðsins stolt af starfseminni. Hrönn gerði rekstur sjóðsins að umtalsefni og benti á að sjóðnum hefði tekist vel til við að halda niðri kostnaði.

„Okkur hefur þannig tekist að hagræða í rekstri og lækka kostnaðarhlutföll án þess að skerða þjónustu enn eitt árið. Í stórum lífeyrissjóði er auðvelt að missa sjónar á kostnaði og þess vegna byggjum við aðhaldskröfuna á skynsemi þar sem útgjöld eru vel ígrunduð. Kostnaðarvitund bitnar ekki á gæðum þjónustunnar og teljum við okkur hafa hagrætt með langtíma ávinning í huga.“

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fór yfir rekstur og starfsemi sjóðsins. Ólafur ræddi um að árið 2022 hefði verið viðburðarríkt hjá Birtu lífeyrissjóði. Í sjóðnum eru alls 20.385 virkir sjóðfélagar og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári. Hrein eign sjóðsins í árslok 2022 var 567 milljarðar króna. Hrein raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um -9,9%. En meðalraunávöxtun samtryggingardeildar síðustu fimm ár er hins vegar góð, eða 4,1%.

Yfirlit samtr

„Okkur hefur tekist að byggja upp öfluga og sjálfstæða eigna- og áhættustýringu sem hefur frelsi til athafna innan þeirra marka sem stjórn setur í stefnuskjölum. Ávöxtun og áhætta sjóðsins er í samræmi við þau viðmið sem sjóðurinn hefur sett og stenst fyllilega samanburð við aðra sambærilega sjóði.“

Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur fór yfir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og þær breytingar sem gerðar voru á samþykktum og tóku gildi þann 1. janúar 2023. Heildarskuldbindingar sjóðsins voru 6,38% umfram heildareignir. Bjarni útskýrði þær nýju reikniforsendur sem notaðar eru við mat á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins, en eftir breytingar er stuðst viðmismunandi réttindatöflur eftir fæðingarárgöngum. Eingöngu er um að ræða breytingar á framtíðarréttindum en ekki er hróflað við áunnum réttindum sjóðfélaga.

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 567 milljarðar kr.
  • Greidd iðgjöld 21,5 milljarðar kr.
  • Greiddur lífeyrir 17 milljarðar kr.
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var -9,9%
  • Tryggingafræðileg úttekt sýnir að heildarskuldbindingar sjóðsins voru 6,38% umfram heildareignir.
  • Hrein eign séreignadeildar var 19,5 milljarðar kr.
  • Hrein eign tilgreindrar séreignar var 2,6 milljarðar kr.
  • Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna er 0,14% en var 0,15% árið áður.