24. apríl 2024
Niðurstöður ársfundar 2024
self.header_image.title

Ársfundur Birtu fór fram á Grand hóteli Reykjavík í gær og sátu fundinn um sjötíu manns. Fundinum var einnig streymt á heimasíðu Birtu og fylgdust margir með þar.

Pálmar Óli Magnússon stjórnarformaður hóf fundinn og fór yfir starfsárið 2023. Hann ræddi um að þrátt fyrir að væntingar stjórnar og sérfræðinga sjóðsins um að ávöxtun sjóðsins yrði neikvæð enda markaðir mótdrægir og verðbólgan há er það ánægjulegt að sjóðurinn er að birta jákvæða raunávöxtun eigna upp á 1,12% með jákvæðum horfum. Pálmar benti á að ávöxtun eigna á milli ára getur verið sveiflukennd og eitt ár í rekstrarsögu lífeyrissjóðs er stuttur tími. Þess vegna er enn ánægjulegra að birta bæði fimm og tíu ára meðalraunávöxtun sem er vel yfir 3,5% langtíma viðmiði.

Pálmar gerði rekstur sjóðsins að umtalsefni og benti á að sjóðnum hefði tekist vel til við að halda niðri kostnaði.

„Það þarf ekki að leita langt og ræða við marga til að skilja að ráðdeild í rekstri og hófsemi skiptir sjóðfélaga miklu máli. Stjórn og starfsfólk Birtu gerir sér fyllilega grein fyrir því að umburðarlyndi er lítið fyrir yfirbyggingu og bruðli með sameiginlegar eignir. Að mati stjórnar er rekstur Birtu skynsamlegur og aðhaldssemi einkennir öll útgjöld án þess að skorið sé við nögl.“

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fór yfir rekstur og starfsemi sjóðsins. Ólafur ræddi um að árið 2023 hefði verið viðburðarríkt hjá Birtu lífeyrissjóði. Í sjóðnum eru alls 20.926 virkir sjóðfélagar og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári. Hrein eign sjóðsins í árslok 2023 var 624 milljarðar króna. Hrein nafnávöxtun sjóðsins var 9,22% og hrein raunávöxtun 1,12%. Meðalnafnávöxtun samtryggingardeildar var 9,28% og meðalraunávöxtun hennar 1,18%.

tolur1

tolur2

Ólafur fjallaði um að kostnaðarárvekni sé mikilvæg í allri starfsemi sjóðsins og að með stafrænum lausnum geti starfsfólk sjóðsins unnið hraðar úr þeim fjölmörgu erindum sem berast til sjóðsins.

„Kostnaðarárvekni verður áfram mikilvæg í rekstri sjóðsins og stöðugt leitað leiða til að hagræða og draga úr kostnaði. Sjóðurinn stækkar með auknu álagi sem leitast er við að mæta með hámörkun framleiðni á hvert stöðugildi innan sjóðsins. Framleiðniaukinn sem byggður er á þróun framleiðni innan starfseminnar er drifinn áfram með einföldun vinnuferla, nýjum tæknilausnum og sjálfvirkni sem svo skilar sér í hagkvæmari rekstri.“

tolur3

Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringarsviðs fór yfir fjárfestingastefnu sjóðsins ásamt ávöxtun og ábyrgar fjárfestingar. Soffía fór yfir ávöxtun samtryggingadeildar og sýndi hver staðan er á fimm ára yfirliti deildarinnar ásamt því að skoða ávöxtun séreignadeildar og tilgreindrar séreignar.

skjamynd

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 624 milljarðar kr.
  • Greidd iðgjöld 24,5 milljarðar kr.
  • Greiddur lífeyrir 20,5 milljarðar kr.
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var 1,12%
  • Tryggingafræðileg úttekt sýnir að heildarskuldbindingar sjóðsins voru 6,63% umfram heildareignir.
  • Hrein eign séreignadeildar var 21,2 milljarðar kr.
  • Hrein eign tilgreindrar séreignar var 3,1 milljarðar kr.
  • Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna er 0,15%.