12. júní 2023
Nýr sjóðfélagavefur
self.header_image.title

Birta hefur nú tekið í notkun nýjan sjóðfélagavef sem bætir verulega aðgengi sjóðfélaga að upplýsingum. Á vefnum er á einfaldan og aðgengilegan hátt hægt að nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign og tilgreinda séreign, iðgjöld og lánamál.

Til að tryggja öryggi þurfa sjóðfélagar eins og áður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Unnið er að því að bæta við Auðkenningar appi til að auðvelda aðgengi þeirra sem eru ekki með íslensk farsímanúmer.