04. maí 2023
Pálmar Óli tekur við stjórnarformennsku á ný
self.header_image.title

Nýkjörin stjórn Birtu skipti með sér verkum að loknum ársfundi lífeyrissjóðsins í gær. 3. maí. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga hf., er formaður stjórnar og Örvar Þór Kristjánsson, innkaupastjóri hjá Marel ehf., er varaformaður. Pálmar Óli situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd atvinnurekenda og Örvar Þór fyrir hönd launamanna. Fráfarandi formaður stjórnar er Hrönn Jónsdóttir en hún situr áfram í stjórn sjóðsins.

Tveir nýir aðalmenn voru kjörnir í stjórn Birtu fyrir hönd launamanna, þau Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks og gjaldkeri Rafiðnaðarsambands Íslands og J. Snæfríður Einarsdóttir, áhafnarstjóri hjá Eimskipum. Jakob sat áður í stjórn Stafa lífeyrissjóðs, síðar Birtu, og tekur aftur sæti í stjórninni eftir þriggja ára hlé. Stjórnarmenn sem sitja í stjórn sjóðsins fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins voru endurkjörnir.

Í aðalstjórn Birtu af hálfu launafólks sitja þau Hrönn Jónsdóttir, Örvar Þór Kristjánsson, J. Snæfríður Einarsdóttir og Jakob Tryggvason.

Í aðalstjórn Birtu af hálfu Samtaka atvinnulífsins sitja þau Pálmar Óli Magnússon, Þóra Eggertsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson og Álfheiður Ágústsdóttir.

Í varastjórn af hálfu launafólks sitja þau Garðar Garðarsson, sem tekur aftur sæti í varastjórn, og Bára Laxdal Halldórsdóttir.

Í varastjórn af hálfu Samtaka atvinnulífsins sitja þau Guðbjörg Guðmundsdóttir og Bolli Árnason.

Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir og Hilmar Harðarsson kvöddu stjórn Birtu og voru leyst út með blómum og þökkum í lok ársfundar.