02. janúar 2020
Skattar og skattleysismörk árið 2020
self.header_image.title

Skattþrep og skattleysismörk breytast frá 1. janúar sem gilda fyrir árið 2020. Talsverðar breytingar verða á tekjuskatti einstaklinga á milli ára. Skattþrep verða þrjú, persónuafsláttur verður 655.538 kr. fyrir árið 2020 eða 54.628 krónur á mánuði og eru skattleysismörk launatekna á mánuði því 162.398 krónur. Skattleysismörk lífeyristekna eru hins vegar 155.902. Eftirfarandi skattþrep og prósentur gilda fyrir árið 2020:

  • Skattþrep 1: 35,04% skattur á heildatekjur 0 – 336.916 kr. á mánuði.
  • Skattþrep 2: 37,19% skattur á heildartekjur frá 336.917 – 945.873 kr. á mánuði.
  • Skattþrep 3: 46,24% skattur á heildartekjur yfir 945.874 kr. á mánuði.

Við útgreiðslu lífeyris er staðgreiðsla skatts dregin frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.

Nánari upplýsingar um er að finna á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is