27. nóvember 2017
Skilagreinar sendar út og fréttabréf með
self.header_image.title

Sjóðfélagar fá þessa dagana inn um póstlúgurnar sínar sjóðfélagayfirlit dagsett 11. nóvember 2017. Með fylgir nýútkomið fréttabréf Birtu.

 

Sendinguna fá sjóðfélagar sem greitt hafa iðgjöld í samtryggingu og/eða séreign hjá Birtu frá 1. maí til 31. október 2017.

 

Fréttabréf Birtu lífeyrissjóðs er 2. tbl. 2017. Þar er á forsíðu fjallað um nýjar lífeyris- og lánareiknivélar sjóðsins sem fá lofsamlega dóma og þykja aðgengilegar, auðveldar í notkun og veita skýrar, myndrænar og auðskiljanlegar upplýsingar.

 

Í fréttabréfinu er haft eftir framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, Ólafi Sigurðssyni, að á fyrri hluta árs 2017 hafi verið vöxtur í iðgjöldum og lánum. Þá hafi rekstur og ávöxtun verið talsvert betri en á fyrri hluta árs 2016 „þegar alþjóðlegir fjármálamarkaðir nötruðu vegna bakslags í Kína og þeirrar ákvörðunar Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við Evrópusambandið.“