21. október 2023
Skrifstofa Birtu lokuð þriðjudaginn 24. október
self.header_image.title

Skrifstofa Birtu lífeyrissjóðs verður lokuð þriðjudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls.

Þetta árið á að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum og kvárum. Birta vill með þessu styðja við málefnið og hvetur konur og kvár til að taka þátt og mæta á baráttufund á Austurvöll kl. 14 og sýna samstöðu í verki.