22. mars 2024
Starfsemi Birtu á árinu 2023
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með 20.926 virka sjóðfélaga.

Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris nam 599.484 millj. kr. í árslok samanborið við 545.270 millj. kr. árið áður.

Hrein eign séreignardeildar nam 21.150 millj. kr. samanborið við 19.482 millj. kr. árið áður. Hrein eign tilgreindrar séreignar nam 3.148 millj. kr. í árslok samanborið við 2.551 millj. kr. árið áður.

Samanlagðar eignir samtryggingardeildar, séreignardeildar og tilgreindrar séreignardeildar námu því 623.782 millj. kr. í árslok 2023 en 567.303 millj. kr. í árslok 2022.

starfs2023

Á stjórnarfundi Birtu þann 21. mars s.l. samþykkti stjórn og framkvæmdastjóri ársreikning fyrir síðasta ár.

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastóri Birtu segir að þrátt fyrir hátt verðbólgustig og mótdræga markaði framan af ári hafi árið endað ásættanlega. Hreinar fjárfestingartekjur voru jákvæðar um 53,4 milljarða á árinu 2023 og hrein sameign sjóðfélaga er 624 milljarðar. Nafnávöxtun eigna var 9,22% á síðasta ári og þegar tekið hefur verið tillit til verðlagsbreytinga mælist hrein raunávöxtun 1,12%. Þrátt fyrir ofangreinda niðurstöðu versnaði tryggingafræðileg afkoma Birtu um 11,7 milljarða á síðasta ári og var tryggingafræðileg staðar því neikvæð um -6,63% í árslok. Sú staða er innan allra marka sem gilda um tryggingarfræðilega stöðu og ekki er gert ráð fyrir réttindabreytingum á ársfundi sem haldinn verður 23. apríl n.k.

Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu segir að í ljósi nýgerðra kjarasamninga hvar kveðið er á um framleiðniauka, þjóni rekstur Birtu lífeyrissjóðs sem gott sýnidæmi um árangur í þeim efnum. Þannig hefur fjöldi stöðugilda hjá sjóðnum í raun fækkað um tvö frá árinu 2016 á sama tíma og sjóðurinn hefur tekið út mikinn vöxt á alla aðra mælikvarða. Tekist hafi með aðhaldi og ráðdeild í rekstri að auka afköst án þess þó að storka rekstraröryggi sjóðsins. Sjóðurinn er vel skipulagður og hefur stafræn þróun verið nýtt til að auka skilvirkni án þess að valda miklum kostnaðarauka. Þannig er rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu eigna svo gott sem óbreytt á milli ára og telst vera 0,15% sem stenst fyllilega samanburð. Það er því ánægjulegt í ljósi mótdrægrar umræðu um kostnað við rekstur lífeyrissjóða að svara þeirri gagnrýni með tölum sem tala sínu máli.

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 624 milljarðar kr.
  • Greidd iðgjöld: 24,5 milljarðar kr.
  • Greiddur lífeyrir: 20 milljarðar kr.
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var 9,22%
  • Tryggingafræðileg úttekt sýnir að heildarskuldbindingar sjóðsins voru 6,63% umfram heildareignir.
  • Hrein eign séreignadeildar var 21,2 milljarðar kr.
  • Hrein eign tilgreindrar séreignar var 3,1 milljarðar kr.
  • Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna er 0,15%

Hér má finna auglýsingu um starfsemi sjóðsins

Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl kl. 17:00.