25. apríl 2023
Fulltrúar launamanna í stjórn kjörnir
self.header_image.title

Á kjörfundi fulltrúaráðs launamanna sem haldinn var í gær kusu fulltrúar um sæti tveggja stjórnarmanna (karls og konu) auk varamanns (karls) til tveggja ára.

Jakob Tryggvason var kjörinn í stjórn Birtu. Jakob er formaður Félags tæknifólks og gjaldkeri Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur áður setið í stjórn sjóðsins en hann tók fyrst sæti í stjórn Stafa lífeyrissjóðs árið 2011 og var í fyrstu stjórn Birtu lífeyrissjóðs eftir sameiningu Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Jakob var í stjórn Birtu frá árunum 2016 – 2020.

J. Snæfríður Einarsdóttir var sjálfkjörin í stjórn Birtu af hálfu launamanna þar sem hún var eina konan í framboði. Snæfríður starfar sem áhafnarstjóri hjá Eimskip.

Garðar Garðarsson var kjörinn sem varamaður í stjórn Birtu. Garðar starfar hjá Brim hf. Garðar var varamaður í stjórn sjóðsins árið 2019 -2021.

Ný stjórn Birtu verður kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 3. maí nk.