12. maí 2021
Stjórnarmenn launamanna í Birtu kjörnir á kjörfundi
self.header_image.title

Á kjörfundi fulltrúa launamanna sem haldinn var í gær kusu fulltrúar um sæti tveggja stjórnarmanna (karls og konu) auk varamanns (karls) til tveggja ára. Að auki var kosinn stjórnarmaður til eins árs til að fylla sæti stjórnarmanns sem sagði sig úr stjórn á kjörtímabilinu, en það sæti hlaut sá karl sem fékk næst flest atkvæði í stjórnarkjörinu.

Hilmar Harðarson og Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir voru endurkjörinn sem fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs til tveggja ára. Örvar Þór Kristjánsson fékk næst flest atkvæði karla og var kosin í stjórn Birtu til eins árs. Guðmundur S. Sigurgeirsson var kosinn í varastjórn sjóðsins til tveggja ára.

kjörfundur2021
Guðmundur S. Sigurgeirsson, Örvar Þór Kristjánsson, Hilmar Harðarson og Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir

Alls buðu sig fram 13 aðilar í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, tvær konur til aðalstjórnar, tveir karlar til aðalstjórnar, átta karlar til aðal- og varastjórnar og einn karl eingöngu til varastjórnar. Á fundinum kynntu þeir einstaklingar sig sem buðu sig fram í stjórn Birtu áður en gengið var til atkvæða og gekk kosningin vel.

Alls hafa 90 fulltrúar launamanna í stéttarfélögum og fyrirtækjum í baklandi Birtu atkvæðisrétt í fulltrúaráðinu. Fundurinn var í fyrsta sinn haldinn með rafrænum hætti en um 64% fulltrúa tóku þátt á fundinum og kusu í stjórn sjóðsins rafrænt.

Ný stjórn Birtu verður kynnt á aðalfundi sjóðsins sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, 19. maí nk.