Sjá nánar >
08. júní 2017
Vel sóttur fræðslufundur
self.header_image.title
Fundur_eftirlaun

Á fræðslufundi sem haldinn var miðvikudaginn 7. júní fjallaði Sigþrúður Jónasdóttir, sérfræðingur í lífeyrismálum, um þau fjölmörgu atriði sem huga þarf að þegar ákvörðun er tekin um að hefja eftirlaun. 

Meðal annars var farið yfir hagnýt atriði við umsóknarferlið, tilhögun greiðslna og samspil við TR. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust góðar umræður meðal viðstaddra.

Sjóðfélagar sem komust ekki á fundinn eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu sjóðsins vegna spurninga sem snúa beint að aðild þeirra að sjóðnum og réttindum.