Fjárfestu í þér!

Birta hjálpar fólki á öllum aldri að fjárfesta í sjálfu sér með lífeyrissparnaði, séreignarsparnaði og hagstæðum lánum. Að auki veitir Birta ákveðna tryggingavernd ef áföll dynja á.

.


Birta hjálpar þér að ná markmiðum þínum í framtíðinni!
  • Til að hámarka lífeyri þinn í framtíðinni er gott að hafa þetta í huga:
    • Skoðaðu reglulega sjóðfélagayfirlitið þitt, þú finnur það á sjóðfélagavefnum. Þar sem aðstæður þínar geta breyst er ráð að skoða hvort þörf er á því að leggja í séreignarsparnað.
    • Það er mikilvægt að ávaxta séreignarsparnað þinn á þann hátt að hann hjálpi þér við að ná markmiðum þínum við starfslok. Skoðaðu hvaða ávöxtunarleið þú hefur valið. Við val á sparnaðarleiðum er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu.
    • Fáðu sem mest út úr þínum sparnaði.
Birta veit að best er fyrir þig að safna í séreignarsparnað
  • Þú getur aukið til muna sparnað þinn með því að leggja fyrir í séreignarsparnað. Kostirnir við að vera með séreignarsparnað eru augljósir. Vinnuveitandi greiðir þér aukalega með hverjum mánaðarlaunum, sem er klár launahækkun. Þú færð greitt fyrir að spara!
  • Tökum dæmi, ef þú ert með 650.000 kr. í mánaðarlaun og byrjar að safna í séreign þegar þú ert 25 ára og tekur út sparnaðinn 67 ára, gætir þú verið búinn að safna um 44 milljónum króna.
  • Skráðu þig í séreignarsparnað og fáðu 2% launahækkun í leiðinni!
Taktu reglulega stöðuna og skoðaðu hvort þú sért á réttri leið
  • Nú gæti verið góður tími til að skoða hver þín markmið eru og hvort þú getur hámarkað þau fyrir eftirlaunaaldur. Skoðað hversu mikið þú ert búinn að spara og athugað hvort þú sért á réttri leið. Skoðaðu réttindi þín á sjóðfélagavefnum og reiknaðu hversu mikið þú þarft að spara til að láta drauma þína rætast.
Svo er Birta líka til staðar fyrir þig ef áföll dynja yfir
  • Aðild að Birtu veitir ákveðnar tryggingar fyrir áföllum. Þegar þú hefur greitt í þrjú ár í sjóðinn áttu rétt á örorkulífeyri vegna skertrar starfsgetu, maki á rétt til makalífeyris við fráfall sjóðfélaga og börn hans rétt til barnalífeyris.
Framtíðin er þín, ertu vakandi?
  • Ekki láta það koma þér á óvart hver staðan þín verður í framtíðinni. Hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þig vantar upplýsingar um lífeyrinn þinn.