- Til að hámarka lífeyri þinn í framtíðinni er gott að hafa þetta í huga:
- Skoðaðu reglulega sjóðfélagayfirlitið þitt, þú finnur það á sjóðfélagavefnum. Þar sem aðstæður þínar geta breyst er ráð að skoða hvort þörf er á því að leggja í séreignarsparnað.
- Það er mikilvægt að ávaxta séreignarsparnað þinn á þann hátt að hann hjálpi þér við að ná markmiðum þínum við starfslok. Skoðaðu hvaða ávöxtunarleið þú hefur valið. Við val á sparnaðarleiðum er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu.
- Fáðu sem mest út úr þínum sparnaði.