Fjárfestu í þér!

Birta hjálpar fólki á öllum aldri að fjárfesta í sjálfu sér með öflugum lífeyrissparnaði og hagstæðum lánum og veitum ákveðna tryggingavernd að auki.

.

Fyrstu skrefin í lífeyrissparnaði skila meiru en þig grunar
  • Birta veit að á milli tvítugs og þrítugs keppa mörg verkefni um athyglina þína. Þótt eftirlaun séu í órafjarlægð þá borgar það sig svo sannarlega að taka skrefið með okkur í dag sama hver framtíðarmarkmiðin eru. Því fyrr sem þú byrjar að fjárfesta í þér, því meiri tíma fá vextirnir til að vinna og skapa sem mesta inneign þegar þú þarft á henni að halda.
Séreignasparnaður Birtu borgar þér eiginlega fyrir að spara...
  • Kostirnir við að vera með séreignarsparnað eru algjörlega augljósir. Vinnuveitandinn borgar aukalega með hverju mánaðarlegu innleggi hjá þér, þannig að þetta er eiginlega bara launahækkun: Þú færð greitt fyrir að spara!
...og hjálpar þér líka að kaupa þína fyrstu íbúð
  • Birta hjálpar þér að komast inn á fasteignamarkaðinn. Fyrstu kaupendur geta bætt séreignarsparnaðinum sínum við útborgunina eða notað hann til að lækka greiðslubyrði lánanna eftir kaup með því að greiða inn á þau.
Birta lánar líka fyrir stærstu og mikilvægustu fjárfestingunni
  • Birta lánar líka úr sjóðnum þegar kemur að stærstu mikilvægustu fjárfestingunni þinn: Fasteignalán að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Svo er Birta líka til staðar fyrir þig ef áföll dynja yfir
  • Aðild að Birtu veitir ákveðnar tryggingar fyrir áföllum. Þegar þú hefur greitt í þrjú ár í sjóðinn áttu rétt til örorkulífeyris vegna skertrar starfsgetu, rétt maka til makalífeyris við fráfall sjóðfélaga og rétt barna til barnalífeyris.