Lög, reglur og stefnuskjöl

Hér má finna ýmsar réttarheimildir sem snerta Birtu lífeyrissjóð, svo sem lög og reglugerðir sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða, reglur og stefnur sem sjóðurinn hefur sjálfur gefið út vegna starfsemi sinnar.

Ábyrgar fjárfestingar

Birta lífeyrissjóður er aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment). Reglurnar voru samdar af leiðandi lífeyrissjóðum og eignavörslufyrirtækjum víða um heim í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum Vesturlanda undirgengist reglurnar.

Reglurnar eru leiðbeinandi fyrir stofnanafjárfesta um allan heim og fela í sér að þátttakendur skuldbinda sig til að taka tillit til umhverfislegra og félagslegra þátta við fjárfestingar sínar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórnarhætti fyrirtækja sem fjárfest er í. Þar með falla reglurnar almennt vel að hlutverki og eðli lífeyrissjóða enda hafa þeir þýðingarmiklu samfélagslegu hlutverki að gegna og almenningur gerir kröfu um að þeir axli samfélagslega ábyrgð. Sérstök vefsíða hefur verið gerð um reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, en þar má m.a. sjá lista þeirra fyrirtækja og sjóða sem eru þegar aðilar að þeim auk reglnanna sjálfra og annars tengds efnis.

Upplýsingagjöf Birtu lífeyrissjóðs um áhættu tengda sjálfbærni
Losun gróðurhúsalofttegunda frá útlána- og eignasafni Birtu lífeyrissjóðs með aðferðafræði PCAF

Áhættustefna

Lífeyrissjóðum ber skylda til að koma upp heildaráhættustýringu, sbr. ákvæðum laga og reglugerða, auk þess sem almenn viðskipta- og neytendasjónarmið kalla á hana. Áhættustefna Birtu byggir á ákvæðum laga, reglugerða og leiðbeinandi tilmælum FME. Auk þess er stuðst við tilmæli OECD/IOPS er varðar áhættustjórnkerfi lífeyrissjóða.

Eigendastefna

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs hefur sett sér eigendastefnu. Er stefnunni ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta og umhverfislegra- og félagslegra þátta í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í á hverjum tíma.

Eigendastefna (151,0 KB)

Framkvæmd eigendastefnu

Yfirlit yfir atkvæðagreiðslur og tillögur Birtu á aðalfundum skráðra hlutafélaga

Alvotech S.A.
Fly Play hf.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.

Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð í samræmi við reglugerð nr. 916/2009 um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Stefnan er ákvörðuð af stjórn sjóðsins og fjárfestingaráði í samræmi við góða viðskiptahætti, með hliðsjón af fjárfestingarheimildum í samþykktum sjóðsins, fjárfestingarreglum og þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.

Persónuvernd

Persónuverndarstefna þessi byggir á nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf (GDPR) sem tekin var upp í íslenskan rétt með lögum frá Alþingi, nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi 15. júlí 2018. Stefna þessi er gefin út af Birtu lífeyrissjóði, leysir af hólmi eldri persónuverndarstefnu, og gildir frá 12. nóvember 2018 og þar til ný stefna tekur gildi.

Birta lífeyrissjóður kappkostar að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem sjóðurinn vinnur með á hverjum tíma og gætir að því að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur. Markmið Birtu er að geyma ekki meiri upplýsingar og ekki yfir lengri tíma en nauðsynlegt er til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Við vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga er sérstaklega horft til aðgangsstýringa og fyllsta trúnaðar gætt við meðhöndlun þeirra. Þess má geta að starfsmenn Birtu eru bundnir þagnarskyldu skv. lögum um allt það sem þeir fá vitneskju um í starfi og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls og helst þagnarskyldan þótt látið sé af starfi.

Hvernig persónuupplýsingar vinnur Birta með?

Nánari upplýsingar um vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga og réttindi og skyldur sem af því leiða, veitir skrifstofa Birtu lífeyrissjóðs, persónuverndarfulltrúi eða staðgengill hans. Slíkum fyrirspurnum eða eftir atvikum kvörtunum skal beint á netfangið: birta@birta.is. Jafnframt er hægt að beina kvörtunum eða fyrirspurnum til Persónuverndar sem hefur eftirlit með framfylgd laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Umhverfisstefna

Birta lífeyrissjóður hefur hag af sjálfbærri þróun samfélagsins og tekur umhverfismál alvarlega. Sjóðurinn er aðili að UNPRI - Reglum SÞ um ábyrgar fjárfestingar sem gerir kröfur til UFS málefna við fjárfestingarákvarðanir. Tilgangur umhverfisstefnu Birtu lífeyrissjóðs er að efla þekkingu á umhverfisáhrifum starfseminnar og leitast við að draga úr þeim. Að umhverfisvitund endurspeglist í rekstri sjóðsins, stjórnun, ákvarðanatöku og daglegum störfum starfsfólks. Sjóðurinn starfrækir umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ISO 14001.

Umhverfisstefna (280,0 KB)

Samskipta- og siðareglur

Meginhlutverk sjóðsins er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau, greiða út lífeyri og veita sjóðfélögum góða þjónustu. Til að sinna því hlutverki sem best hefur stjórn sjóðsins samþykkt reglur þessar sem gilda fyrir starfsmenn og eftir atvikum stjórnarmenn sjóðsins.

Starfskjarastefna

Starfskjarastefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð af stjórn og tekin fyrir á ársfundi í samræmi við gr. 5.7 og gr. 6.5 í samþykktum sjóðsins.

Stefnunni er ætlað að treysta markmið stjórnar um framúrskarandi þjónustu við sjóðfélaga og árangursríkan rekstur til langtíma.

Starfskjarastefna (196,3 KB)

Jafnlaunastefna

Birta lífeyrissjóður skuldbindur sig til að greiða sömu laun og kjör fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Jafnlaunastefna sjóðsins nær yfir alla starfsmenn sjóðsins og er órjúfanlegur hluti af starfskjarastefnu hans.

Jafnlaunastefna (82,9 KB)

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs setti reglur um hæfi lykilstarfsmanna í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins.

Reglurnar voru samþykktar í stjórn sjóðsins 25. september 2020.

Reglur um meðferð kvartana

Tilgangur reglnanna eru að stuðla að góðri þjónustu, bregðast við kvörtunum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Enn fremur er verklagsreglunum ætlað að sjá til þess að skráning, meðhöndlun og viðbrögð við kvörtunum séu skilvirk og stuðli að góðri þjónustu og samskiptum við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini.

Lög og reglugerðir

Sett lög frá Alþingi

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, fme.is, er að finna tæmandi yfirlit yfir lög, reglur og leiðbeinandi tilmæli sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða.